LifAndi Öndun 

5 vikna námskeið

27. ágúst

Þú ert alltaf andandi, en ertu meðvituð/aður um öndunina? 
Ertu að anda til fulls? 
Ertu að nýta lungun þín?

Með bættri öndun getum við bætt líf okkar svo um munar. Þú bætir einbeitingu, þol, úthald, styrk, liðleika, ónæmiskerfið og vellíðan yfir höfuð. Losar um þunglyndi, streituhormóna, kvíða, reiði, gremju, sorg og vinnur gegn bólgum í líkamanum.

Á þessu námskeiði förum við djúpt í andann okkar og munum læra öndunaræfingar sem að hjálpa okkur til betra lífs. Við munum innleiða öndunina í Jóga, æfingar, hreyfingu, og daglegt líf og fá þátttakendur heimavinnu til þess halda andanum andandi!

Námskeiðið fer fram í Primal Faxafeni 12 og stendur yfir í 5 vikur. 
Þátttakendur fá aðgengi af sánu og köldum pottum!!! Fyrir eða eftir tímana.


Kennt á þriðjudögum kl 17:30 - 18:45

Verð: 17.900 kr.

Lif Andi Öndun 

Aðgengi í Tónheilun & Djúpslökun á miðvikudögum