Endurnæringarhelgi
í Hraunborgum

22. - 24. nóvember

Þessi helgi býður upp á andlega og líkamlega næringu. Það er svo dásamlegt að komast í friðsælt umhverfi náttúrunnar og geta slitið sig frá hinu daglega amstri. Leyfum okkur að njóta og næra okkur í kyrrð náttúrunnar, finnum jafnvægi og dýpri tengingu við okkar innsta kjarna.

 

Þessi helgi verður algjör slökun, vatnið mun eiga stóran þátt þar sem við munum fljóta og njóta í lauginni ásamt allskonar töfrum sem munu fara fram í vatninu. Jóga, öndun, útivera og hugleiðslur ásamt fræðslu um taugakerfið og hvernig við getum haft áhrif á það með auðveldum aðferðum. Þessar aðferðir getum við auðveldega nýtt okkur til að skapa ró í kerfinu þegar við upplifum hið daglega amstur. 

 

Þessi helgi býður upp á rými til að hvíla og endurræsa taugakerfið á nýjan hátt. Hér er frábært tækifæri til að verja tíma með sjálfum þér og tengjast kjarnanum/upprunanum þínum. Hér getur þú endurnært, upplifað nær-VERU með sjálfum þér og tengst mættinum sem býr innra með þér. Þessi helgi býður svo sannarlega upp á næringu sem færir þig nær sjálfum þér;

SLÖKUN 

ÖNDUNARÆFINGAR 

SAMFLOT & TÓNHEILUN Í VATNI 

FLOTÞERAPÍA 

CACAO ATHÖFN 

JÓGA 

HUGLEIÐSLUR 

HEILSUFÆÐI 

GUFUBAÐ , SUNDLAUG & HEITIR POTTAR 

NÁTTÚRUFERÐIR 

2 NÆTUR 

ÞÚ 

Hraunborgir 

Þessi dásemd fer fram á Hraunborgum í Grímsnesi. Þar er aðgengi að sundlaug, 2 heitum pottum og gufubaði. Gistingin er nokkrum bústöðum og er hver bústaður með 1 hjónaherbergi, svefnherbergi með 2 single rúmum og svefnsófi í stofunni ásamt heitum potti á pallinum. 
Nánar um Hraunborgir hér.

2019-08-17_Arn__r_098.jpg
2019-08-17_Arn__r_098.jpg

Heilun í vatni

Samflot  Flotþerapía  Tónheilun

SAMFLOT

Njóttu þess að sleppa takinu í sælu og kyrrð á meðan þú losar um spennu í öllum líkamanum. Blóðþrýstingur og hjartsláttur hægir á sér um leið þú sekkur inn í djúpt og afslappað ástand. Að fljóta dregur úr streitu, hjálpar líkamanum að afeitra sig, léttir á eymslum, flýtir bata á meiðslum og vinnur vel gegn svefnleysi, þunglyndi, streitu og kvíða. Eftir flot kemst þú dýpri tengsl við sjálfan þig. Finnur fyrir skýrleika og einbeitingu, líkamlegri og andlegri endurnýjun.

FLOTÞERAPÍA

Kyrrð, mýkt og eftirgjöf fylgja okkur inn í djúpa slökun þar sem að við þiggjum heilandi meðhöndlun í þyngdarleysi vatnsins. Líkaminn fær að vinda úr sér um leið og hann gefur eftir inn í flæði og frelsi vatnsins. Á meðan heilandi tónar nudda hverja  einustu frumu. Þannig skapast rými til að losa um og sleppa takinu á því sem þjónar okkur ekki lengur

​Tíbeskar Tónskálar

TÍBESKAR SÖNGSKÁLAR hafa verið notaðar öldum saman í heilunar tilgangi og til þess að skapa ánægjulegt hugleiðsluástand. Þær gefa frá sér ákveðnar hljóðbylgjur sem að aðstoða líkamann við komast í sitt upprunalegt form.


Hljóðbylgjurnar bera með sér ákveðna tíðni. Þessi tíðni hefur jákvæð áhrif á það sem er í ósamræmi við líkamann, aðstoðar hann við að endurraða sér og skapa samhljóm milli huga líkama og sálar. Þær vinna vel gegn streitu, sársauka, þunglyndi og flestum kvillum sem geta herjað á líkama og huga.


Í þessu heilunarástandi samstilla hljóðbylgjur söngskálana sig við heilabylgjur hugans og skapa fullkomið ástand fyrir djúpa hugleiðslu, skapandi hugsun og djúpa tengingu við innsæið!


Þessar tæru hljóðbylgjur sem að víbra frá tíbesku söngskálunum ýta undir þann hæfileika að hlusta ekki aðeins með eyrunum heldur að finna og skynja með líkamanum okkar!

Kakó

Kakó er létt og milt plöntumeðal (plant medicine) sem hefur verið notað í andlegum tilgangi í þúsundir ára af innfæddum í Suður og Mið Ameríku.

Kakóið eykur blóðflæðið um líkamann og auðveldar ferðalagið sem fer með þig djúpt inn á við. Við förum í dýpra líkamlegt, tilfinningarlegt og andlegt ástand sem veitir okkur ákveðna athygli sem við getum beint hvert sem er.

Þetta kakó kemur frá regnskógum Guatemala og fer ekki í gegnum hefðbundið vinnsluferli og haldast því öll næringarefnin í súkkulaðinu.

Kakóið er meðal annars hlaðið af andoxunarefnum og öðrum mikilvægum steinefnum. Kakóið býður upp á mesta magn Magnesíums sem hægt er að finna í plönturíkinu. Það inniheldur Phenylethylamine (PEA), efni sem við framleiðum þegar við verðum ástfangin og Anandamide, sem er einnig þekkt sem "the bliss chemical" og finnst aðeins í kakó plöntunni. Að auki inniheldur það Króm, Theobromine, Manganese, Sink, Kopar, Járn, C vítamín, Omega 6 fitusýrur og Tryptophan sem bara brot af þeim efnum sem kakóið inniheldur.

Leiðbeinandi

Arnór Sveinsson

Arnór hefur kennt Jóga og vitundartengd námskeið frá því í september 2013. Hann hefur ferðast víðsvegar um heiminn og sótt fjöldan allan af námskeiðum sem tengjast Jóga, hugleiðslu og andlegri vinnu. Öndun er eitt af hans sérsviðum!

70645162_1183136031871653_17969802747356

Verð & Skráning

Verð á mann:

79.000 kr tveir í hjónarúmi

88.000 kr single rúm í 2manna herbergi

79.000 kr single rúm í 3manna herbergi

69.000 kr single rúm í 4manna herbergi

95.000 kr einn í hjónarúmi


Fyrir þá sem vilja meira næði.

Verð á mann:

111.000kr tveir með einn bústað

133.000kr ein/nn í bústað

Til þess tryggja plássið biðjum við fólk um að greiða 29.000 kr í staðfestingargjald.


Ef þetta er eitthvað sem kallar á þig máttu endilega senda póst á arnor@yogaarise.com eða hringdu í 778 9072  

Hlakka til að heyra frá þér!