Innileg Öndun
Netnámskeið

6. maí - 27. maí

Þú ert alltaf andandi, en ertu meðvituð/aður um öndunina?
Ertu að anda til fulls?
Ertu að nýta lungun þín?

Nútímamaðurinn lifir að mestu í sjálfsbjargarham eða það sem við köllum "fight or flight/survival mode." Í þessu ástandi er líkaminn að losa streituhormóna sem getur leitt til langvarandi sársauka og lífstílssjúkdóma. Í þessu ástandi getur líkaminn hreinlega ekki endurnýjað eða heilað sig!

Við getum fært taugakerfið yfir í slökunar-ástand eða það sem við köllum "rest and digest." Í þessu ástandi getur líkaminn byrjað að heila og endurvinna sig.

Þessa helgi ætlum við að læra einfaldar og upplifa áhrifamiklar aðferðir sem færa okkur yfir í slökunar-ástand:

SLÖKUN & STREITULOSUN

ÖNDUNARÆFINGAR
Andardrátturinn er eini partur ósjálfráða taugakerfisins sem við getum sannarlega stjórnað. Ef við stjórnum andanum getum við stjórnað taugakerfinu!

HUGLEIÐSLA & VITUNDUARÞJÁLFUN
Í dag er kominn sterkur vísindalegur grunnur fyrir því að hugleiðsla og vitundarþjálfun efli andlega og líkamlega vellíðan og dragi úr verkjum.

NÁTTÚRA/ÚTIVERA
Rannsóknir hafa sýnt að útivist í íslenskri náttúru bætir andlega líðan einstaklinga og hefur streitulosandi áhrif.

TÓNHEILUN

Helgin fer fram 14.-15. mars
kl 10:33-14.33

Fyrri deginum verður varið meira í fræðslu og kennslu ásamt ástundun. Boðið verður upp á súpu í hádeginu.

Seinni dagurinn verður meiri ástundun og upplifun þar sem verður boðið upp á 100% kakó frá Guatemala.
Kakóið eykur blóðflæðið um líkamann og auðveldar ferðalagið sem fer með þig djúpt inn á við. Við förum í dýpra líkamlegt, tilfinningarlegt og andlegt ástand sem veitir okkur ákveðna athygli sem við getum beint hvert sem er.Helgin fer fram í Hlöðunni sem er staðsett í sveitasælunni á Álftanesi þar sem við höfum aðgengi að heitum potti  við fjörugarðinn. Við erum umvafinn öllu því besta sem Álftanesið hefur upp á að bjóða.


Einnig verður þátttakendum boðinn aðgangur að Facebook hóp sem hugsaður er fyrir hvatningu, eftirfylgni og heimavinnu prógram!

Hlaðan Álftanesi

Þessi stund fer fram í Hlöðunni sem er staðsett í sveitasælunni á Álftanesi. Á svæðinu höfum við aðgegni að heitum potti sem er steyptur í fjörugarðinum. Við erum umvafinn öllu því besta sem Álftanesið hefur upp á að bjóða.

Til þess að finna staðinn beygir þú inn Jörfaveg og keyrir alla leið að húsi sem heitir Jörfi. Þar er vegur til vinstri sem liggur í áttina að hafinu. Beygir þar inn og tekur síðan næstu beygju til vinstri og þú ert mætt/ur :) hér.

_DSC1679.jpg

​Tíbeskar Tónskálar

TÍBESKAR SÖNGSKÁLAR hafa verið notaðar öldum saman í heilunar tilgangi og til þess að skapa ánægjulegt hugleiðsluástand. Þær gefa frá sér ákveðnar hljóðbylgjur sem að aðstoða líkamann við komast í sitt upprunalegt form.


Hljóðbylgjurnar bera með sér ákveðna tíðni. Þessi tíðni hefur jákvæð áhrif á það sem er í ósamræmi við líkamann, aðstoðar hann við að endurraða sér og skapa samhljóm milli huga líkama og sálar. Þær vinna vel gegn streitu, sársauka, þunglyndi og flestum kvillum sem geta herjað á líkama og huga.


Í þessu heilunarástandi samstilla hljóðbylgjur söngskálana sig við heilabylgjur hugans og skapa fullkomið ástand fyrir djúpa hugleiðslu, skapandi hugsun og djúpa tengingu við innsæið!


Þessar tæru hljóðbylgjur sem að víbra frá tíbesku söngskálunum ýta undir þann hæfileika að hlusta ekki aðeins með eyrunum heldur að finna og skynja með líkamanum okkar!

Kakó

Kakó er létt og milt plöntumeðal (plant medicine) sem hefur verið notað í andlegum tilgangi í þúsundir ára af innfæddum í Suður og Mið Ameríku.

Kakóið eykur blóðflæðið um líkamann og auðveldar ferðalagið sem fer með þig djúpt inn á við. Við förum í dýpra líkamlegt, tilfinningarlegt og andlegt ástand sem veitir okkur ákveðna athygli sem við getum beint hvert sem er.

Þetta kakó kemur frá regnskógum Guatemala og fer ekki í gegnum hefðbundið vinnsluferli og haldast því öll næringarefnin í súkkulaðinu.

Kakóið er meðal annars hlaðið af andoxunarefnum og öðrum mikilvægum steinefnum. Kakóið býður upp á mesta magn Magnesíums sem hægt er að finna í plönturíkinu. Það inniheldur Phenylethylamine (PEA), efni sem við framleiðum þegar við verðum ástfangin og Anandamide, sem er einnig þekkt sem "the bliss chemical" og finnst aðeins í kakó plöntunni. Að auki inniheldur það Króm, Theobromine, Manganese, Sink, Kopar, Járn, C vítamín, Omega 6 fitusýrur og Tryptophan sem bara brot af þeim efnum sem kakóið inniheldur.

_63A3424.jpg

Leiðbeinandi

Arnór Sveinsson

Arnór hefur kennt Jóga og vitundartengd námskeið frá því í september 2013. Hann hefur ferðast víðsvegar um heiminn og sótt fjöldan allan af námskeiðum sem tengjast Jóga, hugleiðslu og andlegri vinnu. Öndun er eitt af hans sérsviðum!

Verð & Skráning

Verð:

18.800 kr

16.000 kr ef greitt er fyrir 2. mars

Til þess tryggja plássið biðjum við fólk um að greiða 8.000 kr staðfestingargjald.


Ef þetta er eitthvað sem kallar á þig máttu endilega senda póst á arnor@yogaarise.com eða hringdu í 778 9072  

Hlakka til að heyra frá þér!