Kakó 

Innilegt Ferðalag

25. mars
19:33 - 22:22

Tengjumt kjarnanum okkar í gegnum öndun, djúpnærandi tóna, slökun og leidda hugleiðslu.


Við byrjum þessa yndislegu stund á því að drekka 100% hreint Kakó frá Guatemala sem mun aðstoða okkur við ferðalagið inn í okkar innsta kjarna!

Tengjumst líkama og anda í gegnum árhrifamikla öndun. Leiðum okkur síðan í djúpa slökun á meðan djúpnærandi tónar frá ekta tíbeskum söngskálum aðstoða líkamann við að endurraða orkunni og skapa samhljóm milli huga, líkama og sálar. Þaðan tekur við leidd hugleiðsla sem býður upp á töfrandi innri upplifun.Við bjóðum þig velkomin/nn með ásetning. Hér er tækifæri til að ferðast inn á við og leyfa ásetningnum að taka festu djúpt í kjarnanum þínum þar sem hann mun fá að vaxa og dafna!

Sleppum taki á því sem þjónar okkur ekki og opnum fyrir nýja og nærandi orku.Vertu hjartanlega velkomin/nn í nærandi stund með Arnóri

Aðgangseyrir er 4000 kr.

4 skipta kakó kort á 14000 kr.

Hlökkum til að taka á móti þér ♥

Kærleikur 🙏

​Tíbeskar Tónskálar

TÍBESKAR SÖNGSKÁLAR hafa verið notaðar öldum saman í heilunar tilgangi og til þess að skapa ánægjulegt hugleiðsluástand. Þær gefa frá sér ákveðnar hljóðbylgjur sem að aðstoða líkamann við komast í sitt upprunalegt form.


Hljóðbylgjurnar bera með sér ákveðna tíðni. Þessi tíðni hefur jákvæð áhrif á það sem er í ósamræmi við líkamann, aðstoðar hann við að endurraða sér og skapa samhljóm milli huga líkama og sálar. Þær vinna vel gegn streitu, sársauka, þunglyndi og flestum kvillum sem geta herjað á líkama og huga.


Í þessu heilunarástandi samstilla hljóðbylgjur söngskálana sig við heilabylgjur hugans og skapa fullkomið ástand fyrir djúpa hugleiðslu, skapandi hugsun og djúpa tengingu við innsæið!


Þessar tæru hljóðbylgjur sem að víbra frá tíbesku söngskálunum ýta undir þann hæfileika að hlusta ekki aðeins með eyrunum heldur að finna og skynja með líkamanum okkar!

Kakó

Kakó er létt og milt plöntumeðal (plant medicine) sem hefur verið notað í andlegum tilgangi í þúsundir ára af innfæddum í Suður og Mið Ameríku.

Kakóið eykur blóðflæðið um líkamann og auðveldar ferðalagið sem fer með þig djúpt inn á við. Við förum í dýpra líkamlegt, tilfinningarlegt og andlegt ástand sem veitir okkur ákveðna athygli sem við getum beint hvert sem er.

Þetta kakó kemur frá regnskógum Guatemala og fer ekki í gegnum hefðbundið vinnsluferli og haldast því öll næringarefnin í súkkulaðinu.

Kakóið er meðal annars hlaðið af andoxunarefnum og öðrum mikilvægum steinefnum. Kakóið býður upp á mesta magn Magnesíums sem hægt er að finna í plönturíkinu. Það inniheldur Phenylethylamine (PEA), efni sem við framleiðum þegar við verðum ástfangin og Anandamide, sem er einnig þekkt sem "the bliss chemical" og finnst aðeins í kakó plöntunni. Að auki inniheldur það Króm, Theobromine, Manganese, Sink, Kopar, Járn, C vítamín, Omega 6 fitusýrur og Tryptophan sem bara brot af þeim efnum sem kakóið inniheldur.