DSC02099.jpg
DSC02304.jpg
DSC02323.jpg
DSC02104.jpg
DSC02119.jpg
DSC02356.jpg
DSC02299.jpg
DSC02221.jpg
DSC02138.jpg
DSC02266-2.jpg
DSC02084.jpg

Endurnæringarhelgi
Aftur í upprunann

16.-18. ágúst

Í águst verður boðið upp á andlega og líkamlega næringu í landi Syðra Reykja í Biskupstungum. Það er svo dásamlegt að komast í friðsælt umhverfi náttúrunnar og geta slitið sig frá hinu daglega amstri. Leyfum okkur að njóta og næra okkur í kyrrð náttúrunnar, finna jafnvægi og dýpri tengingu við okkar innsta kjarna með aðstoð móðurjarðar. Förum aftur í upprunann okkar 

Þetta er frábært tækifæri til að verja tíma með sjálfum þér og tengjast kjarnanum/upprunanum þínum. Hér getur þú endurnært, upplifað Nær-Veru með sjálfum þér og tengst mættinum sem býr innra þér. Þessi helgi býður svo sannarlega upp á næringu sem færir þig nær snjálfum þér;⭐SVITAHOF ⭐


⭐SAMFLOT & TÓNHEILUN Í VATNI ⭐


⭐SÁNA - HEITURPOTTUR - SUNDLAUG ⭐


⭐FLOTMEÐFERÐ ⭐


⭐CACAO ATHÖFN ⭐


⭐100% HREIN ÍSLENSK NÁTTÚRA ⭐


⭐ÖNDUNARÆFINGAR ⭐


⭐YOGA ⭐


⭐HUGLEIÐSLUR ⭐


⭐HEILSUFÆÐI ~ VEGAN ⭐


⭐SLÖKUN ⭐


⭐ÞÚ ⭐


⭐2 NÆTUR Í PARADÍS ⭐


Arnór Sveinsson mun halda utan um hópinn og leiða þátttakendur inn á við í gegnum Jóga, öndunaræfingar, hugleiðslur og samflot og deila þekkingu sinni með þátttakendum.

Nánar um Arnór hér.

SKRÁNING OG AÐRAR UPPLÝSINGAR:


VERÐ frá 57.000kr - 75.000kr Allt innifalið!


GISTING:


3 manna herbergi - 57.000kr per mann

2 manna herbergi - 62.000kr per mann


Queensize herbergi:

2 í herbergi - 57.000 per mann

1 í herbergi - 75.000 per mannTil þess tryggja plássið biðjum við fólk um að greiða 15.000 kr staðfestingargjald.


Ef þetta er eitthvað sem kallar á þig máttu endilega senda póst á arnor@yogaarise.com eða hringdu í 778 9072

Til að tryggja þér pláss getur þú lagt staðfestingargjaldið inn á rkn: 0327 26 008502 kt: 080285 2999 og skrifað ENDURNÆRING í skýringu!

Hlakka til að heyra frá þér!

Birkihof

Birkihof (Sacred Seed) er himneskur staður falinn í landi Syðri Reykja skammt frá Laugarvatni. Svæðið er umvafið fallegri náttúru þar sem þú getur slitið þig frá hinu daglega amstri og tengst þínum innsta kjarna.

 

Nánar um Birkihof hér.

Valur-agust-2013_DSC7528 2.jpg
EmptyName 2.jpg
Untitled_Panorama2.jpg
EmptyName 7.jpg
EmptyName 6.jpg
Untitled_Panorama1.jpg
Valur-agust-2013_DSC7475.jpg
Valur-_DSC5027.jpg

SVITAHOF

Sweat logde er forn helgisiður Indíána til þess að hreinsa huga, líkama og sál. Við förum inn í svitahofið til þess að gefast upp fyrir hugsunum sem ekki þjóna okkur lengur. Við leyfum okkur að vera dýrmæt og frjáls eins og við komum inn í þennan heim.


Ásrún Laila leiðir svitahofið. Hún hefur stundað svett í 25 ár eða frá því árið 1992, lengst af í Elliðadalnum. Hún hefur leitt svitahof um árabil en hún var ein af þeim sem fékk að upplifa sín fyrstu svett með Gary Raven – Sompnohno – indíánanum sem kom með svett-athöfnina fyrst til Íslands. Laila hefur haldið sig eins nálægt upprunalegu athöfninni eins og indíaninn færði okkur hana og vill halda sig við þá hefð til þess að uppruninn gleymist síður, en fagnar fjölbreytileikanum!


~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~


SAMFLOT

Njóttu þess að sleppa takinu í sælu og kyrrð á meðan þú losar um spennu í öllum líkamanum. Blóðþrýstingur og hjartsláttur hægir á sér um leið þú sekkur inn í djúpt og afslappað ástand. Að fljóta dregur úr streitu, hjálpar líkamanum að afeitra sig, léttir á eymslum, flýtir bata á meiðslum og vinnur vel gegn svefnleysi, þunglyndi, streitu og kvíða. Eftir flot kemst þú dýpri tengsl við sjálfan þig. Finnur fyrir skýrleika og einbeitingu, líkamlegri og andlegri endurnýjun


~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~


FLOTMEÐFERÐ

Heilandi ferðalag í þyngdarleysi vatnsins þar sem að við gefum algjörlega eftir inn í djúpa slökun. Í flæði og mýkt vatnsins leyfum við okkur að þiggja heilandi snertingu og meðhöndlun sem losar út neikvæð áhrif streitu og nærir líkama og sál.


~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~TÍBESKAR SÖNGSKÁLAR

Hafa verið notaðar öldum saman í heilunar tilgangi og til þess að skapa ánægjulegt hugleiðsluástand. Þær gefa frá sér ákveðnar hljóðbylgjur sem að aðstoða líkamann við komast í sitt upprunalegt form.


~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~KAKÓIÐ

Við bjóðum upp á 100% hreint kakó. Það kemur frá regnskógum Guatemala og fer ekki í gegnum hefðbundið vinnsluferli og haldast því öll næringarefnin í súkkulaðinu. Kakóið auðveldar ferðalagið inn á við. Það eykur blóðflæðið um líkamann, hjálpar þér að fara djúpt inn á við, tengjast þínum innsta kjarna.

Súkkulaðið er meðal annars hlaðið af magnesíum og öðrum mikilvægum steinefnum og er með eitt mesta magn af andoxunarefnum sem vitað er um.

Magnesíumið hjálpar líkamnum að slaka betur á og fara ennþá dýpra inn á við.

+354 778 9052

©2018 by Yoga Arise