![]() | ![]() | ![]() |
---|---|---|
![]() | ![]() | ![]() |
![]() | ![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
Endurnæringarhelgi
Aftur í upprunann
9. - 11. apríl
Þessi helgi býður upp á andlega og líkamlega næringu. Það er svo dásamlegt að komast í friðsælt umhverfi náttúrunnar og geta slitið sig frá hinu daglega amstri. Leyfum okkur að njóta og næra okkur í kyrrð náttúrunnar, finnum jafnvægi og dýpri tengingu við okkar innsta kjarna með aðstoð móður jarðar.
Þessi helgi verður algjör slökun, vatnið mun eiga stóran þátt þar sem við munum fljóta og njóta í lauginni ásamt allskonar töfrum sem munu fara fram í vatninu. Jóga, öndun, útivera og hugleiðslur ásamt fræðslu um taugakerfið og hvernig við getum haft áhrif á það með auðveldum aðferðum. Þessar aðferðir getum við auðveldega nýtt okkur til að skapa ró í kerfinu þegar við upplifum hið daglega amstur.
Þessi helgi býður upp á rými til að hvíla og endurræsa taugakerfið á nýjan hátt. Hér er frábært tækifæri til að verja tíma með sjálfum þér og tengjast kjarnanum/upprunanum þínum. Hér getur þú endurnært, upplifað nær-VERU með sjálfum þér og tengst mættinum sem býr innra með þér. Þessi helgi býður svo sannarlega upp á næringu sem færir þig nær sjálfum þér;
SLÖKUN
STREITULOSUN
ÖNDUNARÆFINGAR
SAMFLOT
TÓNHEILUN Í VATNI
FLOTÞERAPÍA
CACAO ATHÖFN
JÓGA
HUGLEIÐSLUR
HEILSUFÆÐI
SÁNA
NÁTTÚRUFERÐIR
2 NÆTUR Í PARADÍS
ÞÚ
Arnór Sveinsson mun halda utan um hópinn og leiða þátttakendur inn á við í gegnum Jóga, öndunaræfingar, hugleiðslur og samflot og deila þekkingu sinni með þátttakendum.
Nánar um Arnór hér.
SKRÁNING OG AÐRAR UPPLÝSINGAR:
VERÐ frá 57.000kr - 88.000kr Allt innifalið!
GISTING:
3 manna herbergi - 65.000kr per mann
2 manna herbergi - 77.000kr per mann
Queensize herbergi:
2 í herbergi - 65.000 per mann
1 í herbergi - 88.000 per mann
Til þess tryggja plássið biðjum við fólk um að greiða 29.000 kr staðfestingargjald.
SPUPER EARLYBIRD
15% afsláttur á heildarverð gildir út 22. mars
EARLYBIRD
10% afsláttur á heildarverð gildir út 29. mars
Ef þetta er eitthvað sem kallar á þig máttu endilega senda póst á eða hringdu í 778 9072
Til að tryggja þér pláss getur þú lagt staðfestingargjaldið inn á rkn: 0327 26 008502 kt: 080285 2999 og skrifað ENDURNÆRING í skýringu!
Hlakka til að heyra frá þér!
Birkihof
Birkihof (Sacred Seed) er himneskur staður falinn í landi Syðri Reykja skammt frá Laugarvatni. Svæðið er umvafið fallegri náttúru þar sem þú getur slitið þig frá hinu daglega amstri og tengst þínum innsta kjarna.
Nánar um Birkihof hér.