Umsagnir

maren_edited.jpg

Það er alveg æðislegt að koma til Arnórs í yoga. Maður kemur inn í slakandi umhverfi og gengur út endurnærður. Ég fór á byrjendanámskeið um miðjan janúar (sem var að klárast) og mér fannst ég fá mjög góðan grunn í yoga og komin með betri skilning á því. Þegar ég byrjaði var ég komin 6 og hálfan mánuð á leið og með mikla grindarverki og verki í baki. Ég ákvað að prófa en var ekkert rosalega bjartsýn á að ég gæti tekið þátt komin svona langt á leið. Ég kom sjálfri mér ótrúlega á óvart hvað ég gat gert mikið og verkirnir eru horfnir í dag!! Mæli 100% með Yoga Ræs hjá Arnóri!

Maren Rún Gunnarsdóttir

28468294_10156406494322859_8879745968410377206_n_edited.jpg

Svo að það sé sagt! Þá er hver einasta stund sem ég hef upplifað með Arnóri, tækifæri mitt til þess að færast nær sjálfum mér & uppruna mínum. Hann frá fyrstu tímum sem ég sótti gaf mér þessa stórfengilegu einglægu nærveru & breyttist strax í áhveðna fyrirmynd í mínu ferðalagi í leit að því að vera besta útgáfan af sjálfum mér! Vegna þessa hef ég sótt fjölmarga tíma hjá Arnóri og eru uppáhalds tímarnar sem hann heldur reglulega 3 klst kakó hugleiðsla & tónheilun. Ég geri plönin mín í kringum þá tíma, þar sem ég vill alls ekki missa af þeim. Einnig í amstri dagsins hentar mér að hann sé með opna tíma sem ég get hoppað á og upplifað þegar mér hentar að mæta, eins og miðvikudags tímana(öndun, tónheilun & djupslökun) sem er góð leið fyrir mig til að stilla mig af í miðri viku.  Ég klárlega mæli með að upplifa alla vega einu sinni að fara í nálægð við þennan kærleiksríka strák & taka einkatíma hjá honum þar sem hann leiðir þig í óskiptri athygli í gegnum öndun, yoga, hugleiðslu & tónheilun. Mitt ferðalag í auðmýkt og kærleik varð vonum framar og lífið fallegra eftir að ég fékk að njóta leiðsagnar Arnórs í lífi mínu! Namaste

Arnar Gauti Sverrirsson

Helga2_edited_edited.png

Ég fór í einkatíma til Arnórs þar sem við áttum gott spjall saman, hann leiddi mig svo í gegnum Wim-Hof öndunaræfingu og spilaði svo á tíbeskar söngskálar á nokkrum stöðum við líkamann. 
Ég naut þess að fara til hans og mér fannst tíminn hafa öflug áhrif á mig og opna mig fyrir því að hleypa tilfinningum upp á yfirborðið. Mér fannst nærvera Arnórs góð og traust og það var þægilegt að spjalla við hann og deila með honum því sem mig langaði til að vinna í. Öndunaræfingin hafði mögnuð áhrif á mig og opnaði mig fyrir að finna fyrir tilfinningum mínum og víbringurinn úr söngskálunum hafði líka mikil áhrif á mig og mér fannst hann losa vel um stíflur í orkusviðinu. Ég mæli heilshugar með tónheilun hjá Arnóri

Helga Arnardóttir

Oddur.jpg

Var að ljúka 5 vikna yoga öndunarnámskeiði (Pranayama) hjá Arnóri. Námskeiðið var frábært. Arnór virðist mjög vel skólaður og átti ekki í neinum vandræðum með að hrífa okkur með sér inn í þennan heillandi heim. Með ástundun opnar tæknin öfluga leið til að ná tökum á spennu og streitu, sem flestir finna fyrir í nútíma lífi.

Oddur Garðarsson

ingunn.jpg

Arnór er einstakur. 
Nærvera hans er látlaus. Það er ekkert “commercial” í kringum hann. Aðeins dýpt, kyrrð, fegurð og kærleikur. Jógatímarnir hans eru magnaðir. Þú leggst á dýnu og áður en þú veist af ertu farin í ferðalag. Allir geta komið til hans. Þarft ekki að kunna neitt í jóga. Hann fagnar komu þinni og fylgir þér svo inn í töfraheim.
Takk fyrir þig Arnór.

Ingunn Þorvaldssdóttir

Lilja_edited.jpg

Kláraði sex vikna grunnnámskeið í Yoga hjá Arnóri í janúar/febrúar. Algjörlega frábært námskeið, lærði mjög mikið og farið var djúpt í fræðin og stöðurnar æfðar ásamt skemmtilegu spjalli. Fannst leiðinlegt þegar námskeiðið var búið! Mæli mikið með og ég á pottþétt eftir að fara á annað námskeið hjá Arnóri.

Lilja Logadóttir