Hugleiðsla & Vitund 

Helgarnásmkeið

19.-20. október

Á þessu námskeiði verður farið verður í grunninn á hugleiðslu og hvaða áhrif regluleg ástundun hefur á daglegt líf!


Við lærum nokkrar aðferðir (hugleiðslur & vitundaræfingar) sem að þátttakendur ástunda heima og innleiða inn í sitt daglega líf!


Á sunnudeginum verður boðið 100% Kakó frá Guatemala sem eykur athyglina og skapar dýpra hugleiðsluástand.


-------------------------------------------------------------------

Námskeiði fer fram í Primal Iceland Faxafeni 12.  

Kennt kl 10-16 með klst hádegishlé

Þátttakendur fá aðgengi af sánu og köldum pottum!


Verð:

22.900 kr + Frír tími Tónheilun & Djúpslökun 

Hægt er að koma bara á laugardeginum!
Verð: 14.900 + Frír tími Tónheilun & Djúpslökun 


Ef þetta námskeið kallar á þig máttu endilega hafa samband :)

arnor@YogaArise.com

S:7789052


Hlakka til að heyra frá þér 🙏----------------------------------------------------------------------


Hugleiðsla er jafnan stunduð í þeim tilgangi að róa hugann, öðlast hugarró og æðruleysi. Til að skapa ánægjulegt eða friðsælt hugarástand um stundarsakir, til að fá smá frí frá áreitinu í kringum okkur.

Hugleiðsla er ekki endilega eitthvað sem færir huganum tímabundið friðarástand og ró. Flest búum við daglega við ónáttúrulegar aðstæður (bílaumferð, mengun, vinnuálag, hljóðmengun, unnin matvæli o.s.frv). Slíkar aðstæður geta skapað mikið álag, sem hefur bæði áhrif á líkama og sál. Hugleiðsla hefur þau áhrif á hugann, breytir honum og færir hann aftur í náttúrlegt og friðsamlegt ástand.


Með reglulegri ástundun tengjumst við friðsældinni sem að býr innra með okkur og það sem við áður upplifðum sem áreiti hefur lítil sem engin áhrif á okkur!


Mikilvægt er að hafa í huga að við ástundun hugleiðslu finnur maður ekki alltaf fyrir frið og ró. Stundum er hugurinn að glíma við erfiðleika eins og streitu, kvíða, reiði, fíkn og ranghugmyndir, svo fátt eitt sé nefnt. Við hugleiðslu er unnið úr þessum vandamálum. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að hugleiðsla er ekki eitthvað lyf sem maður tekur inn. Tilgangur hennar er að hafa áhrif á huga okkar og hjarta, til að öðlast og viðhalda æðruleysi og hugarró.


Með reglulegri ástundun verður auðveldara að viðhalda því ástandi í daglegu lífi.