Yoga
GrunnRæs
Frjáls Framlög

20. ágúst 
17:30 - 19:30

Þetta er fullkominn tími fyrir þá sem eru að taka fyrstu skrefin sín í Jóga eða endurræsa Jógann í sér.


Hvort sem þú ert stirður karlmaður eða stirður kvennmaður, hefur aldrei farið í Jóga áður, veist ekki í hvernig fötum þú átt að mæta, heldur að þú verðir eins og kjáni….þá er þetta fullkominn tími fyrir þig - alla, konur og karla ॐ❤️


Í þeesum tíma er farið yfir grunninn í Yoga!


• Hvernig við beitum líkamanum á réttan hátt til þess að fara rétt inní jógastöður á sem öruggastan hátt án þess að pína hann eða þröngva að honum.


• Hvernig við beitum önduninni til þess að ná meiri stjórn á öndunarferlinu og til að nýta betur lungun okkar í stöðum og daglegu lífi.


• Hvernig við höldum athyglinni inn á við og upplifum sjálf okkur nákvæmlega eins og við erum.


Tíminn endar svo á djúpslökun með nærandi tónum frá tíbeskum söngskálum.


Hafir þú áhuga á að taka þátt eða einhverjar spurningar vakna máttu endilega hafa samband.

Get in Touch