arnorekkiunnin-216.jpg

Yoga KjarnaRæs

Við ætlum svo sannarlega að blása lífi í kjarnann okkar og stíga í okkar sanna kraft :) 

Í gegnum Jóga, öndun og tónlist ætlum við að stíga í styrkinn okkar og næra okkar innsta kjarna andlega og líkamlega. Þú færð tækifæri til að fara djúpt inní kjarnann þinn, finna hvatningu, viljastyrk og sjálfstraust til að stíga í þinn sanna kraft sem býr í þeirri mögnuðu veru sem að þú ert. Endum síðan á yndislegri djúpslökun og nærandi tónum frá ekta tíbeskum söngskálum ♥

Þú getur litið á kjarnavöðva þína sem öflugan miðpunkt sem að tengir líkamann saman. Hvort sem þú ert að skúra gólfið, í fjallgöngu, stunda Jóga eða hverskonar athafnir þá byrja mikilvægustu hreyfingarnar í kjarnanum eða leiða í gegnum hann!

Það skiptir ekki máli hvar hreyfingin byrjar, hún tengist nánast alltaf kjarnanum! Þannig ef kjarnavöðvarnir eru veikburða og stirðir getur það haft neikvæð áhrif hvernig þú beitir líkamanum sem veldur því að líkaminn eyðir meiri orku heldur en hann þarf. Vel byggður og sveigjanlegur kjarni aðstoðar hinsvegar líkamann við að viðhalda orkunni, styrkir hann, eykur kraft og jafnvægi!

Get in Touch